Ferðir og veðurútlit

Samkvæmt dagskrá var áætlað að halda æfingabúðir fyrir karlalandsliðið á Akureyri um helgina þ.e. frá föstudegi til sunnudags. Einnig eru áætlaðir tveir leikir á Akureyri í meistaraflokki kvenna- og karlaflokki á laugardeginum.

Fundað verður vegna æfingabúða karlalandsliðsins í fyrramálið, þ.e. á föstudagsmorgun eftir að farið hefur verið yfir veðurspár, flug og annað sem getur haft áhrif. Því ætti tilkynning um búðirnar að liggja fyrir hérna á síðunni um klukkan 10.30.

Aftur verður fundað varðandi leikina sem áætlaðir eru á laugardeginum og reynt sem fyrst að fá niðurstöðu í hvort leikirnir fara fram.

Fréttir varðandi þetta verða birtar hér á síðunni um leið og ákvörðun liggur fyrir og leikmönnum er því bent á að fylgjast vel með.

HH