Ferðasaga

Í framhaldi af komu "Útvaldra 95" til Íslands var tveimur ungum og efnilegum íshokkíleikmönnum landsins fæddum 1994 boðið að fara til Finnlands og Svíþjóðar að leika með "Útvöldum 94".
                            
Það voru þeir félagar Steindór Ingason úr Birninum og Björn Róbert Siguðarson úr Skautafélagi Reykjavíkur sem lögðu upp frá landinu að morgni 20. apríl sl. Ferðinn var heitið til Helsinki í Finnalandi.  Flogið var í byrjun á Kaupmannahöfn en þar sem bið var eftir áframhaldandi flugi skelltu þeir sér með ættingjum í Tívolí á meðan beðið var.
 
Í Finnlandi hittu þeir fyrir félaga sína úr Howe Elite 94 og þjálfara liðsins Travis Howe, en liðið er kennt við afa hans Gordie Howe sem er einn af lifandi goðsögnum í íshokkíheimnum í dag.  Í Finnlandi æfðu þeir og léku tvo leiki gegn sterkustu félagsliðum Finnlands.  Töpuðust þeir leikir báðir enda kannski engin furða þar sem leikmenn voru að hittast og spila saman í fyrsta skipti.  Að kveldi þriðja dags í Helskinki var lagt af stað til Stokkhólms með næturferju og var það ferðalag mikið ævintýri í glæsiskipi.  Þar tóku við æfingar í höfuðborg Svía og undirbúningur fyrir mót.  Í mótinu spiluðu úrvalslið skipuð amerískum og kanadískum leikmönnum, auk sænksra úrvalsliða og liðs frá Lettlandi, leikmönnum fæddum árið 1994.
 
Allir spiluðu á móti öllum en síðan var play off meðal efstu liða.  Gengi liðs strákana, Howe Elite, var misjafnt enda varð liðiðir nokkrum skakkaföllum, þar sem nokkrir leikmenn helltust úr lestinni vegna meiðsla, m.a. annar markvörðurinn.  Þá meiddist Björn Róbert í fyrsta leik, brákaði rifbein og sat upp í stúku næstu tvo leiki.  Í fjórða leik reyndi hann aftur að spila, tókst að skora fyrsta mark liðsins eftir aðeins 44 sekúndur.  stuttu seinna varð hann þó að hætta leik vegna meiðslana og lék ekki meir.  Steindór hins vegar lék alla leikina og stóð sig frábærlega.  Strákarnir voru sjálfum sér og íslensku hokkíi til mikils sóma í ferðinni jafnt  utan vallar sem innan.  Þjálfari liðsins var mjög ánægður með þá og þegar haft er í huga sá aðstöðu munur sem er til æfinga og leikja í íshokkí hér á landi og erlendis í þeim löndum þar sem íshokkí er meðal vinsælustu íþróttagreina landana (Svíþjóð, Finnland, Bandaríkin, Kanada), þá er frammistaða strákanna beggja frábær.  Að standast þeim bestu snúning í sínum aldursflokki er nokkuð sem þeir geta verið virkilega stoltir af.
 
Til að gera langa sögu stutta þá tapaði lið strákana í play-offi fyrir liði sem fór alla leið í úrslitaleikinn, sem þeir að vísu töpuðu.  Enn jafnt og skemmitlegt mót og ótrúleg upplifun fyrir Steindór og Björn Róbert og ómetanleg reynsla fyrir þá að spila erlendis með frábærum spilurum.
 
Strákarnir vilja enn og aftur koma á framfæri sérstökum þökkum til Sergei Zak þjálfara, en fyrir milligöngu hans komust strákarnir í þessa ferð, ferð sem mun aldrei líða þeim úr minni.

SKB/HH