Ferðalag - UPPFÆRT

Rétt eins og aðrir sem eru á ferðalagi gæti orðið erfitt fyrir íslenska landsliðið að halda áætlun. Unnið er varaáætlunum bæði hér í Eistlandi og heima á Íslandi en augljóst er að spila verður framhaldið svolítið eftir eyranu. Við munum birta fréttir af ferðatilhögun okkar og breytingum á henni um leið og þær liggja ljósar fyrir.

Bókuð hefur verið ferð með ferju frá Tallinn til Stokkhólms. Ferjan fer klukkan 18.00 að staðartíma (15.00) og kemur klukkan 10 í fyrramálið til Stokkhólms. Þegar líður á daginn verður tekin ákvörðun um hvort stoppað verður í Stokkhólmi eða tekin lest/rúta til Kaupmannahafnar.

Myndina tók Kristján Maack

HH