Félagaskipti.

ÍHÍ barst á föstudaginn ósk um félagaskipti frá Skautafélaginu Birninum vegna Marcin Wojciech Diakow, umsókn Bjarnarins var í fullkomnu samræmi við verklagsreglur ÍHÍ varðandi ITC kort og því hefur ferlið verið sett í gang fyrir viðkomandi leikmann. ÍHÍ barst einnig á föstudaginn framlenging á bráðabirgðaleikheimildum (seccond approval) fyrir Todd Simpson og Miroslav Krivanek. Gildir sú heimild í 30 daga eða til 26. nóvember 2006.

HH