Félagaskipti - leikheimild

Mynd: Hafsteinn Snær
Mynd: Hafsteinn Snær

Nú er að styttast í að glugginn fyrir innlend félagaskipti lokist en það gerist að miðnætti 30. september næstkomandi. Félagaskipti erlendra leikmanna eru hinsvegar leyfð einum mánuði lengur samkvæmt reglugerð ÍHÍ um félagaskipti.
Óskað hefur verið eftir félagaskiptum fyrir eftirtalda leikmenn:


Stefanía Kristín frá SR til SA.
Elvar Freyr Hafsteinsson Nýskráning (Narfi) til Bjarnarins.

Skuldleysi leikmannanna við sín fyrri félög hefur verið staðfest. Félagaskiptagjald hefur verið greitt og teljast því fyrrnefndir leikmenn löglegir með nýjum félögum sínum.

ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir eftirfarandi leikmann og félag hans:

Samuel Krakaver USA - Skauafélag Reykjavíkur útgáfudagur 23. september 2014  

Leikheimildin sem gildir í 30 daga frá og með  útgáfudegi (samkvæmt félagaskiptareglu IIHF). Tryggingargjald hefur verið greitt inn á reikning ÍHÍ. Til að útgefin leikheimild öðlist endanlegt gildi verður frumrit pappíra að hafa borist öllum málsaðilum ella fellur leikheimild þessi niður sjálfkrafa. ÍHÍ mun staðfesta endanlega afgreiðslu þegar frumrit félagaskiptanna  hafa skilað sér á alla áfangastaði.

HH