Stjórn sambandsins fékk ósk um undanþágu fyrir félagaskiptum fyrir Pétur Andreas Maack og Björn Róbert Sigurðarson frá Skautafélagi Hafnarfjarðar yfir til Skautafélags Reykjavíkur.
Samþykkt var samhljóða í stjórn ÍHÍ að veita þessa undanþágu þar sem leikmennirnir eru að koma úr félagi sem ekki er með starfsemi. 
SR greiddi félagaskiptagjald fyrir leikmennina.
Pétur Andreas Maack og Björn Róbert Sigurðarson teljast því löglegir leikmenn Skautafélags Reykjavíkur frá deginum í dag að telja.