Félagaskipti fyrir SR

Skautafélag Reykjavíkur óskaði eftir félagaskiptum fyrir VERDINS RIHARDS  og einnig óskaði SR eftir undanþágu frá aukagjaldi vegna félagaskiptanna.

Stjórn sambandsins tók erindi SR fyrir og samþykkti samhljóða að veita þessa undanþágu frá aukagjaldinu. 

Er það byggt á eftirfarandi rökum.

  • Leikmaðurinn kemur upphaflega til landsins vegna fjölskyldusameiningar en ekki sérstaklega til að leika íshokkí.
  • Vegna ungs aldurs við komu til landsins, flokkast hann sem einstaklingur í viðkvæmri stöðu.
  • Leikmaðurinn hefur verið hluti af unglingastarfi félagsins síðastliðin 2 ár.
  • Leikmaðurinn er með virka umsókn í ferli hjá Útlendingastofnun um íslenskan ríkisborgararétt.

Byggt á framansögðu er svokallað aukagjald sem leggst á ef félag óskar eftir félagaskiptum fyrir fleiri 3 leikmenn af sama kyni fellt niður.

 

Alþjóða Íshokkísambandið og Lettneska  Íshokkísambandið hafa samþykkt félagaskiptin sem eru ótímabundin.

ÍHÍ staðfestir því hér með að RihardsVERDINS hefur fengið leikleyfi og telst löglegur leikmaður með karlaliði Skautafélags Reykjavíkur tímabilið 2025/2026.