Stjórn sambandsins fékk ósk um undanþágu fyrir félagaskiptum fyrir Tinnu Líf Teitsdóttir sem leikið hefur með SR yfir til Fjölnis. Undanþágubeiðnin er þannig til komin að um mánaðarmótin sept-okt lokaði félagaskiptaglugginn fyrir félagaskipti innanlands. Eina leiðin til þess að félagaskiptin gætu gengið eftir var að sækja um undanþágu til stjórnar ÍHÍ. Eftir að hafa skoðað málið samþykkti stjórn sambandsins að fallast á þau rök sem lögð voru fram af Fjölni fyrir undanþágunni, og var hún samþykkt samhljóða. Fjölnir greiddi félagaskiptagjald fyrir leikmanninn, SR hafði áður staðfest skuldleysi og óskað leikmanninum velfarnaðar í nýju félagi.
Tinna Líf Teitsdóttir er því löglegur leikmaður Fjölnis frá deginum í dag að telja.