Félagaskipti frá SR til Narfa

ÍHÍ hefur borist beiðni frá Narfa í Hrísey um félagaskipti fyrir eftirtalda leikmenn frá Skautafélagi Reykjavíkur yfir til Narfa.
Snorri Rafnsson
Jónas Rafn Stefánsson
Elvar Jónsteinsson
Heiðar Ingi Ágústsson
Skautafélag Reykjavíkur hefur staðfest að ofantaldir leikmenn séu skuldlausir við félagið og því munu félagaskipti þeirra taka gildi þegar að gjaldkeri ÍHÍ Magnús Finnsson hefur staðfest að greiddar hafi verið 5000 krónur í félagaskiptagjald fyrir hvern þeirra inn á reikning ÍHÍ.