Félagaskipti

Gengið var í dag frá félagaskiptum fyrir Gunnar Jónsson frá Skautafélagi Akureyrar til Narfa frá Hrísey. Þar sem leikmaðurinn lék ekki á síðustu leiktíð er heimild í reglugerðum ÍHÍ nr10 grein 4 að meðhöndla beiðni um félagaskipti eins og þau væru utan leiktímabils. Félagaskiptagjald hefur verið greitt, og gamla félag leikmannsins staðfest skuldleysi hans. Öllum skilyrðum fyrir félagaskiptin er því fullnægt. ÍHÍ staðfestir því hér með leikheimild fyrir ofangreindan leikmann með liði Narfa.
<P>Bjarni Gautason