Félagaskipti

Frá leik Esju og Víkinga
Frá leik Esju og Víkinga

Á morgun, laugardag, lokar glugginn fyrir erlend félagaskipti og er þá bæði innlendur og erlendur félagaskiptagluggi lokaður það sem eftir lifir tímabils. Þó með þeirri undantekningum sem fram kemur í reglugerð um félagaskipti og sjá má hér.

Félagaskiptin voru óvenjumörg að þessu sinni eða alls 43. Kemur það mest til af stofnun nýs liðs UMFK Esju en einnig af því að fleiri erlendir leikmenn leika nú í karladeildinni. Einnig voru óvenjumörg félagaskipti í kvennaflokki þetta árið eða alls níu.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH