Félagaskiptagluggi - Leikheimild

Nú fer að líða að því að félagaskiptagluggi fyrir erlenda leikmenn loki en samkvæmt reglugerð ÍHÍ lokar hann á miðnætti 31. október nk. Í reglugerð 10 um félagaskipti má þó finna undanþágur frá þessu hvað varðar innlenda leikmenn.  

ÍHÍ staðfestir leikheimild fyrir eftirfarandi leikmann og félag hans SA:

Mario Mjelleli, Ítalía/USA, útgáfudagur 29. október 2015.

Leikheimildin sem gildir í 30 daga frá og með  útgáfudegi (samkvæmt félagaskiptareglu IIHF). Tryggingargjald hefur verið greitt inn á reikning ÍHÍ. Til að útgefin leikheimild öðlist endanlegt gildi verður frumrit pappíra að hafa borist öllum málsaðilum ella fellur leikheimild þessi niður sjálfkrafa. ÍHÍ mun staðfesta endanlega afgreiðslu þegar frumrit félagaskiptanna  hafa skilað sér á alla áfangastaði.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH