Feðgin með flautur

Í leik SR og Narfa í gærkvöldi var Berglind Ólafsdóttir aðaldómari leiksins og henni til aðstoðar voru línumennirnir Leon Hafsteinsson og Ólafur Þór Gíslason.  Það væri svo sem  ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Ólafur og Berglind eru feðgin en ekki er vitað til þess að feðgin hafi áður dæmst saman leik hérlendis.