Eva María Karvelsdóttir íshokkíkona ársins 2017

Mynd; Elvar Freyr Pálsson
Mynd; Elvar Freyr Pálsson

Eva María Karvelsdóttir var valin íshokkíkona ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eva María er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Ásynjum í Skautafélagi Akureyrar og hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí.

Eva María hlaut þann eftirsótta heiður að vera valin besti varnarmaður á heimsmeistaramótinu sem haldið var af Alþjóða íshokkísambandinu á Akureyri í febrúar 2017 þar sem fjöldi þjóða var samankomin með úrvals leikmenn.

Íshokkísamband Íslands óskar Evu Maríu innilega til hamingju með árangurinn.  Eva María er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma.