Esja - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrri meistaraflokksleikur helgarinnar í karlaflokki var leikur UMFK Esju og Bjarnarins síðastliðinn föstudag. Leiknum lauk með sigri Esju sem gerði níu mörk gegn einu marki Bjarnarmanna.
Edmunds Induss kom Birninum yfir í fyrstu lotu en Edmunds mun eimitt í þessum mánuði leika sinn fyrsta landsleik með U18 ára liðinu síðar í mánurðinum. Einum fleiri jafnaði Esja metin með marki frá Kristján Friðrik Gunnlaugssoyni fljótlega í annarri lotu. Áður en lotan var úti höfðu þeir Ragnar Kristjánsson og Sturla Snær Snorrason bætt við tveimur mörkum og staðan 3 – 1 heimaliðinu í vil.
Þriðja lotan var svo einstefna hvað markaskorun varðaði að hendi Esju.. Einum fleiri bætti Matthías Sigurðsson við marki og áður en lotan var úti höfðu Esja bætt við fimm mörkum í viðbót. Þetta var síðasti leikur beggja liða í deildarkeppninni á þessu tímabili.  

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Sturla Snær Snorrason 2/0
Mike Ward 1/2
Egill Þormóðsson 1/1
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Kristján Friðrik Gunnlaugsson 1/0
Ragnar Kristjánsson 1/0
Matthías Sigurðsson 1/0
Pétur Maack 1/0
Róbert Freyr Pásson 0/2
Gunnar Guðmundsson 0/2
Þorsteinn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 37 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Edmunds Induss 1/0
Lars Foder 0/1

Refsingar Bjarnarins: 35 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH