Esja - Björninn 8. nóv 2016

Esja tók á móti Birninum í Hertz deild karla í gærkvöldi, þriðjudaginn 8. nóvember. Fyrsti leikhluti fór heldur illa af stað fyrir Bjarnarmenn. Leikmaður Bjarnarins var sendur í refsiboxið eftir aðeins tvær mínútur af leiknum. Esjan nýtti sér tækifærið þar sem Björn Róbert Sigurðarson lagði upp mark sem Konstantyn Sharapov skoraði á meðan Bjarnarmenn spiluðum einum færri. Esju menn héldu áfram að bæta muninn og komust 2-0 yfir. Björninn klóraði í bakkan og svaraði fyrir sig með marki. Esja var þó áfram með yfirhöndina og lauk lotunni 3-1 fyrir Esju.

Í annarri lotu varð útlitið heldur svart fyrir Bjarnar menn þegar að Andri Sverrisson skoraði fjórða mark Esju eftir aðeins 36 sekúndur af lotunni. Leikmenn Bjarnarins gáfu sig ekki og svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum. Staðan var því orðin 4-3 þegar tæpar 30 mínútur voru búnar af leiknum. Mörkin héldu áfram að raðast inn því Egill Þormóðsson, leikmaður Esju skoraði fimmta mark liðsins stuttu seinna. Björninn snéri vörn í sókn og skoraði síðasta markið í annarri lotu. Staðan eftir aðra lotu var því orðin 5-4 fyrir Esju.

Spenna leiksins jókst enn meira í þriðju lotu þegar Hugi Rafn Stefánsson, leikmaður Bjarnarins jafnði leikinn. Björninn  komst síðar tveimur mörkum yfir, 5-7. Þegar aðeins tvær mínútur og tvær sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta minkaði Esja muninn um eitt mark. Markið sló Bjarnarmenn alveg út af laginu og jafnaði Esja metin þegar ellefu skúndur voru eftir af leiknum. Framlengja þurfti leikinn um 5 mínútur þar sem spilað var um gull mark. Úrslit réðust ekki fyrr en í vítakeppni að henni lokinni.

Vítakeppnin reyndist leikmönnum erfið en aðeins eitt mark var skorað í henni, úrslita markið sem Konstantyn Sharapov skoraði fyrir Esju. Esja heldur því sigurgöngu sinni áfram.


Mörk og stoðsendingar
Björninn Úlfar Jón Andrésson 2/1Brynjar Bergmann 1/1Andri Már Helgason 0 /2Edmunds Induss 1/0Elvar Ólafsson 1/0Hjalti Jóhansson 1/0Hugi Rafn Stefánsson 1/0Alexander Medvedev 0/1Ingþór Árnason 0/1Sigursteinn Sighvatsson /1Eric Anderberg 0/1Kristján Kristinsson 0/1

Refsimínútur: 10

EsjaBjörn Róbert Sigurðarson 1/5Konstantyn Sharapov 2/1Snorri Sigurbjörnsson 2/0Andri Sverrisson 1/1Egill Þormóðsson 1/1Patrik Podsednicek 1/0Matthías Sigurðsson 0/1Ólafur Hrafn Björnsson 0/1


Refsimínútur: 10