Esja 4 - SA 3, fyrsti leikur í úrslitum

UMFK Esja tók á móti Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar í Laug­ar­dal í gærkvöldi í fyrsta leik liðanna í úr­slit­um Hertz-deild­ar karla í ís­hokkí.

Leikurinn var stórskemmtilegur og hraður,  Esja komst í 3:0 fyr­ir síðasta leik­hlut­ann, en þar skoraði SA þrjú mörk og jafnaði leik­inn. Björn Ró­bert Sig­urðar­son skoraði sig­ur­mark Esju eftir tæpar 3 mínútur voru liðnar í framlengingu.

Mjög margir komu í Skautahöllina í Laugardal, stúkan var nánast full og frábær leikur Esju og SA.

Næsti leikur í úrslitum er í Skautahöllinni á Akureyri, kl 19:30 á fimmtudaginn kemur.  Nú er um að gera að fylgjast með, skella sér í höllina og hvetja sitt lið áfram.  Þeir sem verða fjarri góðum leik, geta fylgst með í beinni útsendingu á www.oz.com/ihi