SR - Björninn umfjöllun


Úr leik á íslandsmótinu                                                                                                          Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Björninn lagði Skautafélag Reykjavíkur með fimm mörkum gegn þremur í meistaraflokki karla í leik sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld. Björninn hefur leikið tíu leiki og er enn taplaus en liðið hefur 28 stig  að þeim loknum.

Það voru samt SR-ingar sem voru fyrri til að skora en þar var á ferðinni Egill Þormóðsson. Markið kom þegar stutt var til lotuloka en Bjarnarmenn svöruðu að bragði með tveimur mörkum á síðustu mínútu lotunnar. Þar voru á ferðinni þeir Ólafur Hrafn Björnsson og Hróflur Gíslason.

Svipað var upp á teningnum í annarri lotu. Liðin skiptust á að sækja  en á sjöttu mínútu lotunnar jafnaði Gauti Þormóðsson metin fyrir SR-inga. Trausti Bergmann sá hinsvegar til þess að Bjarnarmenn væru 2 – 3 yfir í lotulok og dramatíkin því alls ráðandi. Í upphafi þriðju lotu jafnaði Gauti síðan aftur leikinn fyrir SR-inga. Eitthvað fækkaði í liðunum skömmu síðar en stuttu eftir miðja lotu nýttu Bjarnarmenn sér liðsmun þegar Ólafur Hrafn Björnsson kom þeim yfir. Hart var barist það sem eftir lifði lotunnar en þegar skammt lifði leiks tóku SR-ingar markmann sinn af velli í tilraun sinni til að knýja fram framlengingu. Bjarnarmenn náðu hinsvegar pekkinum og Falur Birkir Guðnason gulltryggði  sigurinn og stigin þrjú sem voru í boði.

Mörk/stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 2/0
Egill Þormóðsson 1/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/2
Pétur Andreas Maack 0/1

Refsingar SR: 57 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ólafur Hrafn Björnsson 2/0
Hrólfur Gíslason 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Falur Birkir Guðnason 1/0
Birkir Árnason 0/2
Bergur Árni Einarsson 0/1
Brynjar Bergmann 0/1

Refsingar Björninn: 66 mínútur

HH