Jötnar - Húnar umfjöllun

Jötnar og Húnar léku á laugardag á íslandsmóti karla í íshokkí og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu sex mörk gegn fjórum mörkum Húna.

Leikurinn þótti hin ágætasta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að hann var spennandi fram á síðustu stundu.

Í fyrstu lotu náðu liðin að skora sitthvort markið. Viktor Örn Svavarsson kom Húnum yfir með marki snemma í lotunni en stoðsendinguna átti Brynjar Bergmann.  Stefán Hrafnsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Jötna þegar langt var liðið á lotuna.

Guðumundur Snorri Guðmundsson kom Jötnum síðan yfir fljótlega í  annarri lotu en hann ásamt Hilmi Guðmundssyni og fleirum hafa verið að koma til baka eftir nokkurt hlé frá íþróttinni. Húnar svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum skömmu síðar og staðan þvi 2 – 3 eftir aðra lotu. Mörk Húna gerðu þeir Matthías S. Sigurðsson og Gunnlaugur Guðmundsson

Strax í upphafi þriðju lotu náðu Jötnar hinsvegar að komast yfir með mörkum frá Lars Foger og Ingvar Jónssyni. Matthías S. Sigurðsson gerði hinsvegar sitt annað mark í leiknum þegar hann jafnaði leikinn fyrir Húna. Úrslitin réðust hinsvegar á síðustu þremur mínútunum en þá skoruðu Jötnar mörkin tvö sem skildu liðin að í leikslok.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Lars Foger 2/1
Ingvar Jónsson 1/3
Gumundur S. Guðmundsson 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1
Andri Mikaelsson 1/1
Jón H. Rúnarsson 0/1
Hermann Sigtryggsson 0/1
Helgi Gunnlaugsson 0/1
Sæmundur Leifsson 0/1

Refsingar Jötnar: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Matthías S. Sigurðsson 2/0
Viktor Örn Svavarsson 1/1
Gunnlaugur Guðmundsson 1/0
Aron Knútsson 0/2
Kópur Guðjónsson 0/1
Marteinn Sigurðsson 0/1

Refsingar Húnar: 6 mínútur

HH