SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá leiknum á laugardag
Frá leiknum á laugardag

SA Víkingar bættu við þremur stigum í sarpinn þegar þeir lögðu Björninn af velli 5 – 2 þegar liðin mættust á Akureyri sl. laugardag.

Bjarnarmenn byrjuðu betur og á 4. mínútu leiksins kom Kristján Kristinson þeim yfir eftir að Víkingum hafði mistekist að hreinsa pökknn út úr varnarsvæðinu. Einum fleiri jöfnuðu Víkingar metin þegar Mario Mjelleli skoraði með föstu skoti . Mario kom síðan Víkingum yfir þegar langt var liðið á lotuna en Úlfar Jón Andrésson jafnaði metin fyrir Björninn rétt fyrir lotulok.
Víkingar nýttu aðra lotuna hinsvegar vel og strax í byrjun hennar nýttu þeir sér að vera manni fleiri á ísnum en það var Hilmar Leifsson sem átti markið. Undir lok lotunnar bætti Hafþór Andri Sigrúnarson svo enn í forskot Víkinga en liðið var þá manni færra á ísnum.
Bjarnarmenn reyndu sitt til að jafna í þriðju og síðustu lotunni en ekki hjálpaði til að Ryley Egan var sendur í sturtu og liðið þurfti að spila einum færri í fimm mínútur. Björininn dró markmann sinn af velli undir lokin en það gekk ekki upp og þess í stað skoraði Andri Már Mikaelsson í autt mark þeirra.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Mario Mjelleli 2/2
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Hilmar Freyr Leifssón 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Sigurður Sigurðsson 0/2
Jussi Sipponen 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Kristján Albert Kristinson 1/0
Ryley Egan 0/1
Jón Árni Árnason 0/1
Vignir Arason 0/1
Edmunds Induss 0/1

Refsingar Bjarnarins: 35 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH