U20 JACA - SPÁNN - FJÓRÐA FÆRSLA.

Frá æfingu í morgun
Frá æfingu í morgun

Ekki er hægt að fullyrða með algjörri vissu að allir leikmennirnir hafi verið vaknaðir klukkan 6.30 en í það minnsta mættu þeir allir í morgunverð á þeim tíma. Hálftíma æfing var á dagskránni  klukkan 07.45 en andstæðingar okkar að þessu sinni, Króatar, ákváðu að sofa út. Æfingin var let enda mest verið að leggja áherslu á að vekja líkama leikmanna upp fyrir leik dagsins sem að þessu sinni hófst klukkan 13.00.
Eftir léttan málsverð og stutta bið var síðan haldið aftur niður í höll. Þrátt fyrir tap gegn króötum lék íslenska liðið sinn besta leik á mótinu til þessa en leiknum lauk 6 - 3. Skipulagið á liðinu er allt á réttri leið og allir leikmenn lögðu sig fram. Miðlotan vannst 2 – 3 og þriðja lotan sem hefur verið okkur erfið hingað til var ágætlega spiluð.  Mörk liðsins að þessu sinni gerður þeir Markús Maack, Elvar Freyr Ólafsson og Andri Helgason.
Hádegismaturinn var í seinna lagi eða klukkan fjögur en eftir það fóru fararstjórn og margir aftur niður í höll að horfa á leik serba og ástralíu en okkar lið á enn eftir að leika gegn þessum liðum. Ástralir fóru með sigur af hólmi en serbarnir náðu í leiknum að skora sitt fyrsta mark í mótinu sem hlýtur að hafa verið léttir fyrir þá. Kvöldmatur var borðaður klukkan átta en eftir það var frjáls tími. Fararstjóri átti stjórnendafund eftir síðasta leik kvöldsins sem haldinn var í skautahöllinni. Fulltrúi Belga var ekki paránægður á fundinum en í síðasta leik kvöldsins, milli belga og spánverja, varrð umdeilanlegt atvik. Staðan var jöfn 1 – 1 og belgarnir manni fleiri á ísnum. Einni sekúndu fyrir lotulok náðu spánverjarnir að skora en belgarnir töldu að leiktíminn hefði verið úti. Eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að ein sekúnda var eftir og því markið fyllilega löglegt.
Komið var fram að miðnætti þegar fundi lauk en þá voru leikmenn liðsins komnir til hvílu þrátt fyrir að frídagur væri framundan.

Kveðja frá Jaca

HH