SR - SA Víkingar umfjöllun

Frá leik SR og SA Víkinga
Frá leik SR og SA Víkinga

Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar áttust við á íslandsmóti karla sl. föstudagskvöld og lauk leiknum með sigri norðanmanna sem gerðu sex mörk gegn þremur mörkum heimamann í SR.
SR-ingar mættu grimmir til leiks og Miloslav Racansky kom þeim yfir á 6. mínútu leiksins og rúmum tveimur mínútum síðar bætti Robbie Sigurðsson við öðru marki við fyrir heimamenn og með þá forystu fóru SR-ingar inn í leikhlé.
Víkingar svöruðu hinsvegar hresslega fyrir sig í annarri lotunni með þremur mörkum sem öll komu úr fyrstu línunni. Ben DiMarco átti tvö þeirra og Gunnar Darri Sigurðsson það þriðja. 
Gestirnir bættu svo um betur í þriðju lotunni og komust í 5 - 2 forystu með mörkum frá þeim Birni Má Jakobssyni og Jóni Gíslasyni en mörkin komu með mínútu millibili. SR-ingar eygðu von þegar fyrrnefndur Miloslav minnkaði muninn fyrir þá rétt eftir miðja lotu. Ben DiMarco var hinsvegar fljótur að auka muninn aftur og um leið tryggja sér þrennuna.

Mörk/stoðsendingar SR:

Miloslav Racansky 2/0
Robbie Sigurðsson 1/0
Sam Krakauer 0/1

Refsingar SR: 20 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ben DiMarco 3/2
Jón Benedikt Gíslason 1/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Orri Blöndal 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Sigurður Reynisson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1

Refsingar SA Víkingar: 10 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH