Esjan - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur lagði UMFK Esju að velli á íslandsmóti karla með 5 mörkum gegn fjórum í hörkuspennandi leik sem fram fór síðastaliðið föstudagskvöld. Þetta er annar sigur SR-inga á tímabilinu en báðir hafa sigrarnir komið gegn Esju. SR-ingar höfðu frumkvæðið í leiknum framanaf hvað markaskorun varðaði en staðan að lokinni fyrstu lotu var 3 - 1 þeim i hag. Eftir um sex mínútna leik í annarri lotu fengu SR-ingar dæmt víti og úr því skoraði Robbie Sigurðsson og staða þeirra orðin ansi vænleg. Esju menn náðu  að minnka muninn fyrir þremur mínútum fyrir lotulok. Lokaorð lotunnar áttu SR-ingar þegar Tómas Tjörvi Ómarsson skoraði  þegar tveir Esjuleikmenn tóku út refsingu og staðan því 5 – 2 að lokinni annarri lotu.
Lengi vel leit út fyrir að þetta yrðu úrslit leiksins en á síðustu tveimur mínútunum náðu leikmenn Esju að minnka muninn í eitt mark. Lokasekúndurnar voru því æsispennandi en SR-ingar náðu að halda fengnum hlut.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:

Egill Þormóðsson 1/2
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Kole Bryce 1/0
Pétur Maack 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 0/1

Refsingar UMFK Esju: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurðsson 2/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1

Jón Andri Óskarsson 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Victor Andersson 0/1
Viktor Örn Svavarsson 0/1
Miloslav Racansky 0/1

Mynd: Hafsteinn Snær

HH