Leikur kvöldsins

Úr leik SR og Bjarnarins í síðustu umferð
Úr leik SR og Bjarnarins í síðustu umferð


Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Húna í meistara flokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45.

SR-ingar sem í síðasta leik lutu í ís fyrir Bjarnarmönnum 1 - 4 munu án nokkurs vafa vilja ná stigunum þremur sem í boði eru en liðið hefur nú þrjú stig eftir tvo leiki. Húnar á hinn bóginn eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki og hafa án nokkurs vafa mikinn áhuga á að halda sigurgöngu sinni áfram. Hjá SR-ingum vantaði í síðasta leik tvo sterka leikmenn þá Pétur Maack og Egil Þormóðsson. Ekki liggur fyrir hvort þeir spila leikinn í kvöld. Húnar ættu hinsvegar að geta stillt upp sterku liði því mannavalið er með besta móti hjá þeim um þessar stundir.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH