Í leik í Topp deild kvenna sem leikin var 27. september 2025 á Akureyri varð atvik á 43. mínútu þar sem leikmaður verður fyrir meiðslum og getur vegna þeirra ekki tekið þátt sem eftir lifir leiks. Dómari leiksins sá brotið nokkuð vel og gaf leikmanni númer 10 hjá SA 2 mín Boarding dóm. Líkt og fyrri ár rannsakar aganefnd þau mál sérstaklega þar sem leikmenn verða fyrir meiðslum sem útiloka leikmenn frá því að spila leikinn í lengri eða skemmri tíma. Aganefnd hefur leikskýrslu, myndbandsupptöku frá beinu streymi leiksins og læknisvottorð til að meta atvikið.
Málsatvik eru eftirfarandi:
Það er barátta tveggja leikmanna um pökkinn inn í horni í varnarsvæði SR, Sú sem brotið er á og hin brotlega skauta í humátt að horninu þegar pökkurinn skýst út úr horninu og afturfyrir markið. Þegar það gerist ýtir sú brotlega aftan í bak þess leikmanns sem fyrir brotinu verður, þannig að hún fellur með höfuðið í rammann án þess að ná að bera fyrir sig hendur.
Eftir ítarlega skoðun er það niðurstaða aganefndar að sú sem brotið er á er aldrei með pökkinn og því er snertingin sem þessi ólögleg. Brotið verður til þess að andstæðingur verður óleikfær á eftir. Aganefnd er sammála um að hér hafi ekki verið um ásetningsbrot að ræða. En ljóst er að afleiðingarnar brotsins hafa neikvæð áhrif á annan leikmann. Í því ljósi er eftirfarandi úrskurður ákvarðaður.
Úrskurður: Leikmaður Skautafélags Akureyrar númer 10 Guðrún Ásta Valentine fær 2 leiki í bann sem leikmaður í mfl kvenna. Leikmaðurinn var úrskurðaður í bráðabirgða bann 4. okt síðastliðinn. Og er það bann hluti af úrskurði þessum.