Eistland - Ísland U18

Klukkan 18 að íslenskum tíma mætir U18 ára landslið okkar liði Eista á heimsmeistaramóti sem haldið er á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins. Einsog sjá má hérna til hægri er tengill inn á mótið og fylgjast má með því helsta sem gerist í leiknum þar.

Íslenska liðið hefur leikið tvo leiki. Annarsvegar á móti Króötum og hinsvegar á móti Serbum. Fyrri leikurinn tapaðist en sá síðari vannst og því er íslenska liðið komið með 3 stig. Eistlendingar hafa tapað báðum sínum leikjum og vonandi verður framhald á því. Í það minnsta á leiknum í kvöld.

Ný dagbókarfærsla er líka komin inn á U18-tengilinn en það er Sigurður Kr. Björnsson sem sér um þá hlið mála hjá okkur.

Við sendum því hlýja strauma yfir til Narva og vonum að okkar lið nái að sýna sitt rétta andlit.

Myndina tók Snorri Sigurbergsson af okkar mönnum að horfa á leik í Eistlandi.

HH