Eistland - Ísland

Eistlendingar og Íslendingar öttu kappi  í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða Íshokkísambandsins í gær skipað leikmönnum yngri en 20 ára. Leiknum lauk með sigri Eistanna sem gerðu sjö mörk gegn einu marki okkar manna.

Útlitið var reyndar nokkuð bjart í fyrstu lotu og íslenska liðið  átti eina mark lotunnar en það skoraði Björn Róbert Sigurðarson eftir stoðsendingu frá Ólafi Hrafni Björnssyni.

Strax í annarri lotu hófu Eistar stórsókn og áður en lotunni var lokið höfðu þeir gert fjögur mörk. Tvö þeirra gerðu þeir þegar íslenska liðið var manni eða mönnum færri á ísnum.

Í þriðju og síðustu lotunni héldu sóknarburðir heimamanna áfram og þeir bættu við þremur mörkum.

Í dag eiga liðin frí og nýta tímann í að æfa ásamt því að slaka á. Á morgun á liðið svo leik við Hollendinga en þeir eru númer tvö á styrkleikalista riðilsins.

Mynd: Björn Geir Leifsson

HH