Einvígið um Íslandsmeistaratitil hnífjafnt og hreinn úrslitaleikur í Laugardal á miðvikudag

4 leik í úrslitum lauk á Akureyri í kvöld með sigri gestanna í SR 3-4  (sjá atburðalýsingu á SA-síðunni ) er þá einvígi liðanna hnífjafnt hvort lið með 2 sigra. 5. leikur í úrslitum verður leikinn í Skautahöllinni í Laugardal næstkomandi miðvikudag en tímasetning liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað.

Lekið verður til þrautar, ef jafnt er að loknum eðlilegum leiktíma verður leikinn 1 x 10 mínútna bráðabani þar sem það lið sem fyrr skorar mark sigrar (sannkallað gullmark). Leikmönnum í liðunum verður fækkað um einn í framlengingunni til þess að opna leikinn upp og auka líkur á marki. Ef það dugar ekki til verður gripið til vítaskota til þess að knýja fram Íslandsmeistara.

Aðeins einu sinni í sögu íslensks íshokkís hafa íslandsmeistarar verið krýndir eftir gullmark í framlengingu í 5. leik úrslita. Það var á keppnistímabilinu 1999-2000 þegar sömu lið SR og SA áttust við í 5. leik í Laugardalnum og Árni Bergþórsson skoraði gullmark í framlengingu fyrir SR og tryggði þeim íslandsmeistaratitil í dramatískasta úrslitaleik íslenskrar íshokkí sögu.

Þessi úrslitakeppni er nokkuð einkennileg þar sem að allir leikirnir 4 sem leiknir hafa verið, hafa tapast á heimavelli sem verður að teljast nokkuð sérstakt. Einsog sjá má á heimasíðunni hjá SA-síðunni eru þeir að ráðgera sætaferðir suður og nú er aldeilis ástæða til að hvetja stuðningsmenn beggja liða til að mæta í Laugardalinn á morgun. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við leikinn í gærkvöldi þá verður um heljarskemmtun að ræða.