Einvígi tímabilsins hefst klukkan 18:00 í Laugardal

Nú er ljóst að 5. úrslitaleikur Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar verður klukkan 18:00  í dag,miðvikudag, og fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Einsog komið hefur fram í frétt hérna áður er leikið til þrautar, ef jafnt er að loknum eðlilegum leiktíma verður leikinn 1 x 10 mínútna bráðabani þar sem það lið sem fyrr skorar mark sigrar (sannkallað gullmark). Leikmönnum í liðunum verður fækkað um einn í framlengingunni til þess að opna leikinn upp og auka líkur á marki. Ef það dugar ekki til verður gripið til vítaskota til þess að knýja fram Íslandsmeistara.

Það er að sjálfsögðu algjör skyldumæting á þennan leik og algjört skilyrði að fólk taki góða skapið og jákvæðnina með og hvetji sitt lið.