Einkaþjálfaranám og mótamál

Íþróttaakademían í Reykjanesbæ sendi okkur frétt varðandi einkaþjálfaranám sem þeir standa fyrir. Ef einhver er áhugasamur þá er bara að skella sér á heimasíðuna hjá þeim og lesa sér til um námið.

Vinna við mótamál er í fullum gangi og hafa mótanefndarmenn litið augum drög að mótaskrá næsta tímabils. Í kvöld er svo fundur í mótanefnd þar sem málin verða rædd og vonandi verður mótaskráin lögð fyrir hallirnar í byrjun næstu viku. Eitthvað er um breytingar frá síðasta tímabili, s.s. að hugmyndir eru uppi um að halda helgarhraðmót í byrjun tímabils fyrir meistaraflokk karla. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að hafa fjögur mót í 4. flokki og svo hefur Narfinn að sjálfsögðu bæst við í mfl. karla. Allar ábendingar eru vel þegnar, hvort sem þær komast nú til framkvæmda eður ei.

HH