Einar Eyland ráðinn framkvæmdastjóri HM

Íshokkísamband Íslands hefur gengið frá ráðningarsamningi við Einar Eyland vegna Heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandins 3. deild, sem fram fer hér á landi dagana 24. - 29. apríl næst komandi.  Nú eru aðeins tveir mánuðir til stefnu og verkefnin æði mörg sem þarf að leysa fyrir upphaf keppninnar. 
 
Þetta verður í þriðja skiptið sem við höldum þessa keppni en áður höfum við verið gestgjafar árið 2000 og árið 2004.  Við höfum því aflað okkur töluverðar reynslu í mótahaldi sem þessu og stefnum ótrauð á að hafa þetta mót enn glæsilegri en fyrri mót.