Eimskip bjargar landsliðinu

Eins og lesendum þessarar síðu er vel kunnugt um hafa landsliðsmenn okkar verið á hálfgerðum vergangi síðan mótinu í Eistlandi lauk á föstudag.
Það er ekki lítið mál að ferðast í óvissu með allan þann farangur sem að fylgir einu íshokkí liði. Eimskip kom okkar mönnum til hjálpar og sér um að flytja heim stóran hluta af keppnisgöllum og öðrum útbúnaði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá hjálp.