Ed Maggiacomo ráðinn þjálfari U18

Ed Maggiacomo hefur verið ráðinn þjálfari U18 ára landsliðs Íslands sem keppa mun í 2. deild Heimsmeistaramóts Alþjóða Íshokkísambandssins í Elekrenai og Kaunas í Litháen dagana 15. - 21 mars n.k.  Mótherjar liðsins á mótinu eru engir aukvisar í sportinu en þjóðirnar eru Mexíkó, Litháen, Bretland, Austurríki og Króatía.  Allt eru þetta sterkar þjóðir og því næsta víst að Ed og strákarnir eiga erfitt og krefjandi verkefni fyrir höndum.
 
Maggiacomo þjálfaði einnig U20 ára liðið sem fór til Litháen fyrr í þessum mánuði og sömuleiðis þjálfar hann fullorðins landsliðið.  U18 ára liðið hefur undanfarin ár verið stjórnað af Sergei Zak, en hann fékk sig ekki lausan frá sínu félagi að þessu sinni vegna anna.