Dúxarnir

Eins og allir hokkíáhugamenn vita hefur ÍHÍ undanfarið prófað töluvert af leikmönnum í svokölluðu leikregluprófi. Niðurstöðurnar eru æði misjafnar og verður á næstunni farið yfir þær og athugað hvernig auka megi reglukunnáttu leikmanna. En þegar allt hafði verið yfirfarið var niðurstaðan sú að fjórir leikmenn náðu sömu einkunn og teljast því dúxar þetta árið. Þeir eru:

Andri Már Mikaelsson (SA)
Egill Þormóðsson (SR)
Óli Þór Gunnarsson (Björninn)
Ævar Þór Björnsson (SR)

Byrjað er að skila prófunum til leikmanna aftur og ætti því að vera lokið um næstu helgi. Við óskum dúxunum að sjálfsögðu til hamingju með upphefðina.

Myndina tók Ómar Þór Edvarsson

HH