Dómstóll ÍSÍ

Frétt þessi birtist á vef ÍSÍ í dag og í framhaldi af því hefur stjórn ÍHÍ ályktað eftirfarandi:
Stjórn ÍHÍ fordæmir fortakslaust og mjög harðlega alla notkun ólöglegra lyfja í íþróttum. Íþróttamenn sem freistast þannig til að kaupa sér árangur sýna af sér vítavert dómgreindarleysi og setja svartan blett á íshokkíhreyfinguna alla, ekki síst á sín eigin félög. Stjórn ÍHÍ styður heilshugar öflugt starf Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og mun leggja sig fram við það að aðstoða og hvetja hreyfinguna til þess að losa sig við þessa óværu.