Dómari frá Svíþjóð - David Södermalm

David Södermalm dómari frá Íshokkísambandi Svíþjóðar (SIHA)  verður að störfum hjá Íshokkísambandi Íslands (ÍHÍ) næstu vkurnar.

Þetta átak okkar er liður í að efla dómara ÍHÍ og jafnframt til að fá nýja sýn á regluverkið fyrir okkar iðkendur.

Markmiðið er að efla fagmennsku í dómgæslu, auka þekkingu iðkenda á reglunum og auka samstarfið við sænska sambandið.

Hann hefur mikla reynslu af dómarastörfum í Svíþjóð og einnig sem leikmaður.

Núna um helgina í Hertz-deild karla munum við sjá fjögurra dómara kerfi þar sem David tekur þátt ásamt Sindra Gunnarssyni, Guðna Helgasyni og Sæmundi Leifssyni. 

David verður með reglunámskeið fyrir yngri iðkendur á föstudagskvöld á Vitanum og svo á sunnudag fyrir meistaraflokks iðkendur.

Nánari dagskrá má finna hjá stjórn SA.

Næstu tvær vikurnar mun David halda námskeið í Reykjavík, fyrir SR og Fjölni og dæma leiki hér í Reykjavík.

Í april mun svo koma annar dómari frá Svíþjóð og verður hann kynntur til leiks síðar.