Dómaratilnenfningar um helgina

Ákveðnir hafa verið dómarar á leiki 2. flokks um helgina, en annars vegar eigast við SA – SR á föstudagskvöld og hins vegar SA – Björninn á laugardagskvöld.
Í leik SA – SR er settur aðaldómari Michal Kobezda. Línudómarar á vegum SA.
Í leik SA – Björninn er settur aðaldómari Sigurður Sveinn Sigurðsson. Línudómarar á vegum SA.
 
Um helgina er einnig barnamót á Akureyri og munu mótshaldarar raða dómurum á leikina, en fyrir utan dómara frá SA leggur SR til tvo dómara og Björninn þrjá. Óskað er samt eftir því að mótshaldarar raði dómurum frá félögunum ekki niður á leiki samtímis þar sem dómarar eru einnig þjálfarar.
 
 
F.h. Dómaranefndar
 
Ágúst Ásgrímsson