Dómaratilnefning fyrir þriðjudaginn 1. mars

Í Egilshöll, klukkan 19:30, mfl. karla, Björninn - SR, aðaldómari Mike Kobezda, línumenn á ábyrgð Bjarnarins. 

Bókuð voru mótmæli við þessa ráðstöfun frá fulltrúa Bjarnarins Grími Bjarna Bjarnasyni og þar vísað til bréfs frá félaginu frá 29 október síðastliðinn. Formaður dómaranefndar ítrekaði við nefndarmenn að það væri ekki í valdi einstakra félagsliða að velja eða hafna dómurum, umræddur dómari hefði staðist dómarapróf og einnig hefði verið samþykkt á hann undanþága af stjórn ÍHÍ þar sem að hann er leikmaður en það er í samræmi við reglur sambandsins en undanþágu þessa þurfa þeir dómarar sem einnig eru leikmenn til þess að geta sinnt dómarastörfum. 

Næsti fundur dómaranefndar verður miðvikudaginn 2. mars klukkan 18:30