Dómarar

Steinunn Sigurgeirsdóttir
Steinunn Sigurgeirsdóttir

Steinunn Sigurgeirsdóttir varð um helgina fyrst íslenskra dómara til að dæma á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins á erlendri grund þegar hún sinnti línudómgæslu á svokölluðu EWCC (European Women's Champions Cup) móti. 

Steinunn sem hefur verið áberandi í línudómgæslu hér heima síðustu vikurnar hélt til Riga í Lettlandi sl. fimmtudag en í hennar riðli léku eftirtalin lið:

  • Sparta Sarpsborg (Noregur)
  • Laima Riga (Lettland)
  • Herlev Hornets (Danmörk)
  • Sheffield Shadows (Bretland)

Allt eru þetta lið frá þjóðum sem eru töluvert hærra á heimslistanum heldur en við og því mikil áskorun að dæma á móti sem þessu. Innan skamms mun Ingibjörg Hjartardóttir dæma á úrtökumóti heimsmeistaramóts skipað stúlkum 18 ára og yngri. Það eru því næg verkefni fyrir dómara hjá okkur og ekki ólíklegt að þau munu aukast frekar heldur en hitt.

HH