Dómaranámskeið tókst vel

Í gær fór fram á Akureyri fyrra dómaranámkseið af tveimur sem Jens Christian Fossaberg frá danska íshokkísambandinu heldur.  Námskeiðið var vel sótt og lærdómsríkt að sögn þátttakanda.  Fossaberg fór ofan í saumana á staðsetningum línudómara í leikjum, uppstillingu í uppköstum, merkjum og bendingum, rangstöður og æsing svo eitthvað sé nefnt.  Jafnframt fór hann yfir viðbrögð línudómara og aðaldómara við átök leikmanna, hvernig og hvenær skilja skal leikmenn að osfrv.
 
Fossaberg mun dæma tvo leiki á Akureyri í dag og halda svo suður yfir heiðar á morgun og halda námskeið í Skautahöllinni í Laugadal kl. 20:30.