Dómaranámskeið - síðustu forvöð

Nú fer senn að líða að dómaranámskeiði því sem við höfum verið að halda á lofti hérna undanfarið. Námskeiðið hefst á morgun eins og fram kom í frétt hér fyrir nokkru. Námskeiðið er haldið í fyrirlestrarsölum ÍSÍ sem eru að Engjavegi 6 í Laugardalnum. Við hvetjum þá sem hafa hug á að skrá sig að gera það hið fyrsta.

Þar sem hluti námskeiðsins er á ís þá er nauðsynlegt að hafa með sér skauta, hjálm og íþróttafatnað. Einnig hvetjum við þá sem sækja námskeiðið til að lesa OPM með áherslu á kafla 4, 5 og 6. Kaflana má finna á þessari síðu.

HH