Dómaranámskeið - dagskrá - UPPFÆRT


Einsog fram hefur komið hérna á síðunni er fyrirhugað dómaranámskeið á vegum ÍHÍ um komandi helgi. Yfirumsjón með námskeiðinu mun hafa Jarmo Jalarvo sem um árabil hefur unnnið að dómaramálum innan finnska íshokkísambandsins auk starfa sinna fyrir IIHF. Honum til aðstoðar mun verða Sindri Gunnarsson yfirdómari ÍHÍ. Námskeiðið fer fram í fundarsölum ÍSÍ að Engjavegi 6.

Dagskráin er eftirfarandi

Laugardagur frá klukkan 09.00 - 14.00: Farið yfir reglur og þær reglubreytingar sem urðu síðasta sumar, einnig verður farið yfir allt sem tengist dómurum svo sem staðsetningar, og þann standard sem er settur á dómara.

Sunnudagur 09.00 -14.00: Klárað að fara yfir reglurnar og farið sérstaklega  í nýju icing regluna! Dómarapróf.

Ekki er gert ráð fyrir að skautapróf fari fram heldur er einungis um bóklegt próf að ræða

SG/HH