Dómaranámskeið á Akureyri - staður og tími

Einsog kom fram hérna á síðunni hjá okkur verður haldið dómaranámskeið á Akureyri um komandi helgi.

Námskeiðið fer fram í Skautahöllinni og hefst klukkan 09.00 laugardaginn 4. október. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi til klukkan 15.00 og að því ljúki með prófi. 

Ein af þeim reglubreytingum sem farið verður yfir er hin nýja hybrid ísing og hér má sjá myndband sem gott er að skoða áður en komið er á námskeiðið.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH