Dómara- og reglunámskeið á Akureyri - 4. og 5.nóvember

Síðustu misseri hefur yfirdómari ÍHÍ farið í Fjölni og Skautafélag Reykjavíkur með dómaranámskeið fyrir alla iðkendur 16 ára og eldri.   

Næsta námskeið verður á Akureyri laugardaginn 4. nóvember kl 11:00 í Skautahöllinni á Akureyri fyrir alla iðkendur 16 ára og eldri og sunnudaginn 5. nóvember kl.12:00 fyrir iðkendur í U14 og U12. 

Áætlað er að fara inn til Fjölnis og Skautafélags Reykjavíkur með fræðslu fyrir yngri flokka á næstu vikum.