Dómaranámskeið á Akureyri

Dómaranámskeið verður haldið á Akureyri um næstkomandi helgi ef næg þátttaka fæst.

Farið yfir reglur og þær reglubreytingar sem urðu síðasta sumar, einnig verður farið yfir allt sem tengist dómurum svo sem staðsetningar ofl. Sérstök áhersla verður lögð á nýju ísingarregluna (hybrid). Að námskeiðinu loknu verður haldið dómarapróf.

Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Viðar Garðarsson. Tekið er á móti skráningum á ihi@ihi.is

Nýja reglubók Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) má finna hér en nauðsynlegt er að fara yfir hana áður en komið er á námskeiðið. Einnig má finna ýmislegt er varðar dómgæslu á þessum tengli IIHF.

Nánari tímasetningar og dagskrá verður birt síðar í vikunni.

HH