Dómaranámskeið á AkureyriDagskrá dómaranámskeiðsins á Akureyri er nú tilbúin en námskeiðið verður haldið laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september.

Tímasetningar eru eftirfarandi:

Laugardagur

15:00 – 18:30 kennslustofa
19:00 – 20:00 Próf á ís

Sunnudagur

8:00 – 12:00 kennslustofa
13:00 – 16:00 kennslustofa + skriflegt próf

Mjög áríðandi er að þeir sem ætla að sækja námskeiðið undirbúi sig áður en námskeiðið hefst. Helsta námsefni sem lesa þarf er:

Reglubók
Dæmabók
Verklagsreglur línu- og aðaldómara (kafla 4 og 5)

Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á ihi@ihi.is

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH