Dómaranámskeið


Gert er ráð fyrir að dómaranámskeið verði haldið  laugardaginn 30. ágúst nk. og einnig að hluta til daginn eftir ef þurfa þykir. Námskeiðið mun fara fram í Reykjavík. Yfirumsjón með námskeiðinu mun hafa Jarmo Jalarvo sem um árabil hefur unnnið að dómaramálum innan finnska íshokkísambandsins auk starfa sinna fyrir IIHF. Honum til aðstoðar mun verða Sindri Gunnarsson yfirdómari ÍHÍ.

Dagskrá námskeiðsins er hefðbundin þó sérstaklega verði lögð áhersla á þær reglubreytingar sem samþykktar voru á þingi Alþjóða Íshokkísambandsins nú á vordögum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að taka að sér dómgæslu en einnig þeim sem hafa áhuga á að kafa dýpra í reglum leiksins. Námskeiðinu lýkur með prófi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru kvattir til að skrá sig með því að senda tölvupóst á ihi@ihi.is

HH