DómaranámskeiðNú fer að styttast í að leiktímabilið hefjist. Ýmis konar undirbúningur er í gangi og m.a. verða haldin dómaranámskeið bæði á Akureyri og í Reykjavík ef næg þátttaka fæst.

Byrjað verður á Akureyri laugardaginn 31. ágúst nk. og lýkur því námskeiði daginn eftir, þ.e.a.s. á sunnudeginum. Nánari dagskrá fyrir námskeiðið verður birt fljótlega.

Fljótlega eftir námskeiðið á Akureyri verður annað námskeið í Reykjavík og verður staður og stund þess auglýst síðar.

Þau ykkar sem hafa áhuga að sækja námskeiðið á Akureyri hafi samband við Sigurgeir Haraldsson í s. 893 7506 eða í sighar15@gmail.com - Sigurgeir veitir nánari upplýsingar. 

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH