Dómarafundur


Í desember héldu dómarar sem dæma á vegum ÍHÍ fund þar sem farið var yfir helstu áhersluatriði í dómgæslu ásamt almennri umræðu um hvernig bæta mæti samræmi í dómgæslu. Hér eru helstu niðurstöður fundarins og munu dómarar ÍHÍ reyna að vinna eftir þessum útlínum við túlkanir á reglum.

Útbúnaður:

Dómari skal í upphafi aðvara menn verði hann var við að treyja sé kominn ofan í buxur. Línudómara skulu sé þess kostur draga peysur upp úr buxum verði þeir varir við það og eiga góða möguleika á því. Dugi viðvörun ekki skal dómari dæma 2ja mínútna dóm fyrir ólöglegan búnað. Verði dómari vitni af því að leikmaður girði treyju ofan í buxur skal hann tafarlaust beita brottvísun án aðvörunar. Dómari skal passa uppá að ermar séu dregnar niður fyrir hlífar á handleggjum. Dómarar skulu leggja áherslu á að reglur IIHF og ÍHÍ um hálshlífar, tanngóma og grindur séu virtar. Almennt skulu dómarar leggja áherslu á um að búnaður leikmanna sé í fullkomnu lagi, s.s. að grindur séu fullkomlega festar á hjálma.

Sjá reglur 226 og 227

Skiptingar:

Dómarar athugi að skiptingar fari rétt fram og að réttur heimaliðs sé virtur. Telja skal 5 sek. fyrir gestalið til að skipta, lyfta hendi til merkis um að gestalið megi ekki lengur skipta, telja 5 sek fyrir heimalið til að skipta, Niður með hendina. Dómari skal leggja áherslu á það við línudómara að í uppkasti flauti hann, telji 5 sek og kasti pekkinum. Ekki skal bíða eftir leikmönnum nema þeir séu áberandi að reyna að ná sér í betri stöðu með að vera seinir.
Lögð er áhersla á að lið megi einungis skipta einusinni eftir að mark er skorað og geta ekki skipt um skoðun og skipt aftur ef þeim líst ekki á línuna sem hitt liðið er búið að stilla upp. Í vinnureglum eru dómarar hvattir til að nota handauppréttingu eftir mörk eins og við önnur uppköst.

Fljótandi skiptingar skulu fara fram innan 3ja metra svæðisins. Leikmaður sem kemur af leikmannabekk má ekki blanda sér í leikinn fyrr en sá sem er á leið út er komin a.m.k. með annan fótinn á ramman eða í hurðina. Ef það gerist skal liðinu refsað fyrir of margir leikmenn á ís. Fari leikmaðurinn sem kemur af leikmannabekk út fyrir 3 metra skiptisvæðið áður en leikmaðurinn sem er á leiðinni út er komin út af svelli eru það of margir leikmenn á ís og liðinu skal refsað í samræmi við það (sjá fylgiskjal, túlkun IIHF ásamt þýðingu á íslensku).

Refsingar:

Leikmenn eiga að sitja í refsiboxinu þangað til leik er lokið nema þeir hafi hlotið brottvísun úr leik. Yfirgefi leikmenn refsiboxið skal leikmaður hljóta tveggja mínútna dóm, ef þeir koma aftur í boxið. annars Brottvísun úr leiknum (GM) fyrir að sýna óvirðingu við leikinn sjálfan.

Ákeyrslur:

Checking to the head - allar ákeryslur sem lenda á höfði eða hálssvæði eiga að flokkast undir þessa reglu. Skiptir engu þó að sá sem fyrir ákeyrslunni verður sé lægri eða hokinn þegar á hann er keyrt. Í "2008 / 2009 IIHF RULE EMPHASIS BULLETIN" segir: "If the player, in the process of checking his opponent drives his shoulder, hand, forearm or hands with the stick in an upwards action in order to make a check to the head or neck area, this action should be classified as CHECKING TO THE HEAD AND NECK AREA and penalized accordingly."

Leikhlé:

Leikhlé - leikhlé skal biðja um áður en leikhlé fyrra liðs er runnið út óski bæði liðin um leikhlé í sama stoppi. Ekki er hægt að biðja um leikhlé eftir að skiptingum er lokið.

HH