Dómarabendingar.

Um daginn barst okkur póstur þar sem farið var fram á að útskýrð yrðu þau merki sem dómarar gefa á meðan á leiknum stendur. Við tókum saman helstu bendingar úr reglubókinni en því miður eru myndgæðin ekki til að hrópa húrra fyrir. Vonandi náum við síðar í haust að bæta úr gæðunum þannig að þetta sjáist betur. Skjalið sem er í pdf formi verður geymt undir tenglinum Leikreglur hér vinstra meginn á síðunni. Einnig er komin þar nýjasta útgáfa af svokallaðri Case Book sem óvitlaust er á löngum köldum vetrarkvöldum að glugga í.

HH